- Auglýsing -
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2020, vegna tekna 2019, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. Mars, en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars.
Helstu upplýsingar um laun, fasteignir, bifreiðar, bankainnstæður, vaxtatekjur, hlutabréfaeign, arð, skuldir og fleira eru fyrirfram áritaðar inn á framtalið. Er því fljótlegt og einfalt að yfirfara framtalsupplýsingarnar bæta við þar sem vantar upp á og staðfesta að lokum.
Nánari leiðbeiningar má finna hér.