Gul viðvörun tekur gildi klukkan átta í kvöld á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við að fari að hvessa þegar líða tekur á kvöldið en viðvörunin er í gildi til klukkan 4:00 í nótt. Á vef Veðurstofu Íslands segir:
„Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Lítilsháttar él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Vaxandi austanátt sunnantil eftir hádegi, 13-20 um kvöldið með snjókomu eða slyddu, en 18-23 syðst. Hlýnandi veður.
Suðvestan 5-13 á morgun og él eða skúrir, en dregur úr úrkomu síðdegis. Víða vægt frost, en hiti 0 til 3 stig við sjávarsíðuna.“