„Ég fór til mömmu í gær og stóri dramatíski hitakúturinn hennar lak. Ég hringdi í systur mína sem hafði upp á pípara,“ segir í færslu frá Christine Anne Rowlands sem býr í Padham í Englandi. Móðir Christine er 91 árs og er á líknandi meðferð vegna bráðahvítblæðis.
Pípulagningamaðurinn, James Anderson sem sinnti útkalli þeirra, var í nágrenninu í öðrum erindagjörðum og tilkynnti þeim komu sína. Hann gerði við hitakútinn sem lak á tveimur stöðum. Aðspurður um kostnaðinn við viðgerðina og útkallið svaraði hann að þeim yrði sendur reikningur í tölvupósti.
Reikningurinn var samviskusamlega útfylltur með skýringum. Píparinn rukkaði þó ekki krónu fyrir útkallið né vinnuna. Í lýsingunni stendur: „Útkall vegna hitakúts. Háþrýstingur og tveir leikar. Konan er 91 árs með bráðahvítblði og á líknandi meðferð. Aldrei skal rukkaður kostnaður hjá þessari konu. Við erum á sólarhringsvakt fyrir hana og pössum að henni líði eins vel og kostur er á.“
Þessi hugljúfa færsla birtist á síðu Upworthy á Instagram. Hana má sjá hér í heild:
View this post on Instagram