Sunnudagur 27. október, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Steinunn Ólína minnist svilkonu sinnar: „Hún barðist eins og ljón til síðasta dags“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist svilkonu sinnar sem lést á dögunum eftir erfið veikindi.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist Steinunnar Jóhönnu Sigfússdóttur, svilkonu sinnar, á Facebook, sem lést 18. janúar síðastliðinn eftir baráttu við erfið veikindi. Í færslunni segi hún að nafna sín hafi verið sér sem systir, „allt frá því að við Stefán Karl kynntumst en hún var þá eiginkona bróður hans, Björgvins sem er minn besti bróðir.“

Steinunn Ólína lýsir nöfnu sinni á fallegan hátt: „
Steinunn var fagurkeri fram í fingurgóma, listræn og smekkvís, glæsileg, hlý og alþýðleg í fasi. Hún var töfrandi blanda af hörku og viðkvæmni en ung hafði hún ýmislegt reynt sem vísast er að ekki hefðu allir þolað sem sennilega kallaði fram í henni þessar flóknu andstæður. Hún hafði sitt sérstaka tungutak og húmorinn hennar ekki uppúr öðrum. Steinunn var mikil barnagæla og er hennar nú sárt saknað af börnum, barnabörnum og frændbörnum því ekkert var það sem hún ekki vildi gera fyrir krakkana sína.“

Þá segir hún að síðustu ár hafi verið erfið fyrir fjölskyldu hennar, er veikindi Steinunnar urðu meiri. „Hún barðist eins og ljón til síðasta dags uppfull af hughreystingum og hvatningu til annarra og aðra eins seiglu hef ég ekki séð í nokkurri manneskju. Viljinn til lífsins hélt henni hér hjá okkur þótt líkaminn væri löngu búinn að gefast upp.“

Að lokum skrifar Steinunn Ólína um skemmtilegar minningar um liðnar gleðistundir með svilkonu sinni. „Það er erfitt að skrifa að ég gleðst yfir því að hún þarf ekki að kveljast meir og að hún fékk að fara. Kornung kona aðeins eldri en ég er dáin í blóma lífsins. Ég sakna þessarar stórvinkonu minnar, stunda þar sem við gróðursettum tré fram á langar sumarnætur, dönsuðum við Robbie Williams, syntum í sjó og röltum um borgir, fengum okkur kaffi og sígó og grenjuðum úr hlátri. Elsku Steinunn, nú ertu lögð af stað í sálnaferðalagið mikla og ég veit þú finnur þér bústað þar sem allt er gott og fagurt og engum er illt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -