Gísli Hinrik Sigurðsson er látinn, 79 ára gamall. Mbl.is greindi frá. Gísli fæddist árið 1944 í Hrísey en fluttist í Kópavoginn árið 1959. Gísli byrjaði ungur að starfa á skipi og gerði í nokkur ár. Hann ætlaði sér að verða flugmaður en vegna sjóngalla þurfti hann að skipta um nám. Lauk hann radíósímvirkjun hjá Landssímanum og hóf störf við sjónvarpsútsendingar víðs vegar um Ísland. Síðar varð Gísli tæknistjóri Sjónvarpsins og flutti sig þaðan yfir á Stöð 2. Árið 1991 stofnaði hann Garðheima, eitt farsælasta fyrirtæki landsins, í Breiðholti og stýrði því lengi. Gísli átti í gegnum tíðina nokkur fyrirtæki ásamt Jónínu, eiginkonu sinni, og má nefna matvöruverslun, myndbandsleigu og tískuverslun. Gísli var mikill frumkvöðull þegar kom að garðyrkju á landinu en það var stærsta áhugamál hans. Hann var með þeim fyrstu á landinu til að rækta hin ýmsu ávaxtatré og ber. Gísli eignaðist fjögur börn með eiginkonu sinni.