Flokkur Fólksins hefur lýst yfir vantrausti á Svandís Svavarsdóttur.
Vantrausttillagan var nú fyrir stuttu birt á vef Alþingis en hún er lögð fram í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því að hún muni ekki segja af sér embætti. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því eftir að Umboðsmaður Alþingis birti álit sitt á hvalveiðibanni sem Svandís setti í fyrra. Umboðsmaðurinn telur að Svandís hafi brotið lög þegar hún gerði það.
„Hún á ekki að vera ráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svandís Svavarsdóttir gerist uppvís að því að ganga af léttúð um gildandi lög hér á landi,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í samtali við mbl.is í morgun.
66% lesenda Mannlífs sögðu í könnun sem var gerð í byrjun árs að Svandís ætti að segja af sér embætti.
UPPFÆRT:
Inga Sæland hefur gefið það út að Flokkur fólksins hafi dregið tillögu sína um vantraust til baka í ljósi þeirra frétta að Svandís Svavarsdóttir sé komin í veikindaleyfi vegna krabbameins.