Fyrsta tilfelli Covid-19-kórónaveirusmits hefur verið staðfest í Danmörku. Sjúklingurinn er maður sem var nýverið í skíðaferð í Norður-Ítalíu. Hann sneri til baka til Danmerkur 24. febrúar er fram kemur í tilkynningu danskra heilbrigðisyfirvalda.
Maðurinn, Jakob Tage Ramlyng, starfar á sjónvarpsstöðinni TV 2. Hann byrjaði að finna fyrir einkennum Covid-19-smits í gær og leitaði þá á háskólasjúkrahúsið í Sjálandi í Hróarskeldu. Ramlyng er núna í heimasóttkví.
Við rannsókn kom í ljós að eiginkona hans og sonur eru ekki smituð, þetta kemur fram í frétt DR. Þar er haft eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, að málið sé litið alvarlegum augum.
Kórónaveiran hefur einnig greinst í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi.