Home Alone-stjarnan var færð á sjúkrahús.
Nafn leikarans Devin Ratray hringir eflaust ekki bjöllum hjá mörgum en hann lék stórt hlutverk í fyrstu tveimur Home Alone-myndunum. Hann fór með hlutverk Buzz McCallister, eldri bróður Kevin, og hlaut mikið lof fyrir leik sinn í myndunum á sínum tíma. Síðan þá hefur hann leikið aukahlutverk í hinum og þessum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Nú standa yfir réttarhöld yfir leikaranum eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast á kærustu sína árið 2021. Hann er sakaður að hafa kýlt kærustu sína í andlitið og kyrkt hana. Hann er einnig sagður hafa hótað henni lífláti og á að hafa sagt við hana „Svona munt þú deyja.“ Hlé þurfti hins vegar að gera á réttarhöldunum þar sem Ratray þurfti að fara á sjúkrahús vegna alvarlegs atviks en ekki liggur fyrir hvað kom fyrir leikarann. Hann er nú kominn heim til sín til að jafna sig og munu réttarhöldin halda áfram þegar nær fyrri styrk.
Ratray hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu.