Líklegt má telja að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi gengið út úr höfuðstöðvum RÚV skælbrosandi eftir frammistöðu sína í Silfrinu í gærkvöldi. Þar ræddi hann við Sigríði Hagalín Björnsdóttur, þáttastjórnanda og fréttamann, um helstu málefni líðandi stundar í íslenskum stjórnmálum. Bjarni mætti til leiks pirraður og fullur réttlætiskenndar og réði Sigríður lítið við utanríkisráðherrann stærstan hluta viðtalsins. Þegar Bjarni var spurður þær ásakanir að hann væri rasisti í kjölfar ummæla sinna um mótmælin á Austurvelli tók hann því greinilega illa og mátti heyra rödd Sigríðar titra í framhaldinu. Hún náði sér þó á strik þegar á leið og mætti ráðherranum af festu. Sjálfstæðismenn eru sagðir vera hæstánægðir með frammistöðu Bjarna og vilja sjá hann oftar í þessum gír …