Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Guðbjörg stækkar enn veldi sitt – Kaupir í skugga tapreksturs Moggans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir stækkar nú veldi sitt en hún hefur nú keypt þrjú fyrirtæki í gegnum félag sitt Fastus ehf.

Athafnakonan úr Vestmannaeyjum og stærsti eigandi Morgunblaðsins, Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir hefur nú keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import, í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun en sameinast nú hinum nýkeyptu fyrirtækjum.

Samkvæmt Vísi ber hið sameinaða fyrirtæki nafnið Fastus Ehf en nú skiptist starfsemi þess í tvö meginsvið, það er Fastur Heilsa og Expert. Að lokinni sameiningu á að ráðast í algjöra endurskoðun á útliti og heildarásýnd fyrirtækisins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins hafa verið fluttar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar má finna glæsilega verslun, sýningareldhús, verkstæði, skrifstofur og vörulagera fyrir bæði svið fyrirtækisins, auk varahlutalagers. Ársvelta samstæðunnar eru um það bil sjö milljarðar króna.

Þar sem Guðbjörg Magnea á 90 prósent í hlut Fastus má með sanni segja að hún sé í mikilli sókn og sé með þessu að stækka enn frekar veldi sitt en hún rekur meðal annars Ísfélagið í Vestmannaeyjum en hún á einnig hlut í fjölda annarra fyrirtækja, sem rekin eru með misgóðum árangri. Verst hefur vafalaust gengið í rekstri Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið en róðurinn hefur verið afar þungur í Hádegismóum um árabil. Fleirihundruð milljónir króna hafa tapast á rekstri Moggans síðustu árin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -