Prúðmennið Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er dáður af mörgum fyrir að vera yfirvegaður og traustur í hvívetna. Hann hefur ekki þótt verqa aðgangsharður gagnvart glæpamönnum fremur en lögreglan í heild sem vinnur gjarnan á hraða snigilsins að glæpamálum. Þrátt fyrir umburðarlyndið er gerð aðför að Grími og fleirum innan lögreglunnar. Bíll lögregluforingjans var skemmdur á dögunum. Þá þurfti ónafngreind lögreglukona að flýja heimili sitt vegna hótana glæpamanna og fleiri inan lögreglunnar standa í sömu sporum og sæta hótunum vegna starfa sinna sem er auðvitað óboðlegt. Reiknað er með að lögreglan setji í sig hrygg og málum sem snúa að þessum ofsóknum verði hraðað …