Alfreð Árnason er látinn, 85 ára gamall. Mbl.is greinir frá. Alfreð fæddist árið 1938 í Skálakoti undir Eyjafjöllum. Alfreð var menntamaður mikill en að loknu landsprófi hóf hann nám við Menntaskólann á Laugarvatni. Hann hélt svo til Norður-Írlands þar sem hann lauk B.Sc.-gráðu í dýrafræði árið 1964 og M.Sc.-gráðu í lífefnafræðilegri efnafræði árið 1966. Hann lauk svo doktorsprófi í Glasgow árið 1973. Alfreð snéri aftur til Íslands árið 1975 og veitti nýstofnaðri erfðarannsóknadeild Blóðbankans forstöðu og sat hann lengi í stjórn Vísindafélags Íslands. Eiginkona Alfreðs var Margrét Stefánsdóttir og eignuðust þau þrjá syni.