Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Mannréttindadómstóll dæmdi Sigríði í vil – Fær 12.000 evrur frá ríkinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn dag í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, í dag.

Sigríður Elín hlaut dóm í Hæstarétti í Ímon-mál­inu svo­kallaða í októ­ber 2015 og var dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og hlutdeild í markaðsmisnotkun. Hún var þá dæmd til að greiða rúmar 15 milljónir króna í sakarkostnað.

Sigríður Elín fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á þeim grundvelli að þrír dómarar Hæstaréttar Íslands hafi átt hlutabréf í Landsbankanum fyrir hrun og að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna.

Í dómi Mannréttindadómstólsins segir að ríkið skuli greiða Sigríði 12.000 evrur innan þriggja mánaða frá dómskvaðningu til viðbótar við 5.000 evrur vegna málskostnaðar (1,7 milljónir íslenskra króna í bætur og 700 þúsund krónur íslenskar í málskostnað).

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -