Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn dag í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, í dag.
Sigríður Elín hlaut dóm í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða í október 2015 og var dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og hlutdeild í markaðsmisnotkun. Hún var þá dæmd til að greiða rúmar 15 milljónir króna í sakarkostnað.
Sigríður Elín fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á þeim grundvelli að þrír dómarar Hæstaréttar Íslands hafi átt hlutabréf í Landsbankanum fyrir hrun og að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna.
Í dómi Mannréttindadómstólsins segir að ríkið skuli greiða Sigríði 12.000 evrur innan þriggja mánaða frá dómskvaðningu til viðbótar við 5.000 evrur vegna málskostnaðar (1,7 milljónir íslenskra króna í bætur og 700 þúsund krónur íslenskar í málskostnað).