Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ólympíufari lést úr hjartaáfalli í fegrunaraðgerð: „Andi þinn og afrek þín munu endast að eilífu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íþróttakonan Maricet González er látin aðeins 34 ára að aldri.

Maricet keppti í júdó á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir sex árum síðan og var ein fremsta júdókona Kúbu. Hún keppti í 63 kg flokki á Ólympíuleikunum þar sem hún vann eina viðureign og tapaði annarri. Maricet lést eftir að hafa fengið hjartaáfall meðan hún gekkst undir brjóstastækkun um síðastliðna helgi. Maricet er minnst sem frábærrar íþróttakonu en hún hætti að keppa árið 2017.

Pan-American-Júdósambandið sendi frá sér tilkynningu á Instagram þar sem andlát Maricet var harmað.

„Með djúpri sorg kveðjum við goðsögn í Pan-ameríska og kúbverska júdóinu. Maricet Espinosa, þekkt sem „La Mole“, skilur eftir sig óafmáanlega arfleifð,“ skrifaði samtökin, upphaflega á spænsku, á Instagram.

Yfirlýsing samtakanna hélt áfram: „Tvöfaldur Pan-American meistari, heimsverðlaunahafi og Ólympíufulltrúi í Ríó 2016. Hvíl í friði, elsku besta Maricet. Sendum samúðarkveðju til fjölskyldu hennar og kúbverska júdóheimsins. Andi þinn og afrek þín munu endast að eilífu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -