Hallsteinn Sigurðsson listamaður er látinn, 78 ára gamall. Mbl.is greindi frá. Hallsteinn fæddist árið 1946 í Reykjavík og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Hallsteinn var þekktur myndhöggvari en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1963 til 1966. Hann hélt síðan til Englands og þar sem hann lærði höggmyndagerð. Þá var Hallsteinn alla ævi þátttakandi í félagsstörfum myndlistarmanna en hann var einn af stofnendum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur Margir Íslendingar hafa séð verk hans sem standa í Grafarvogi en þau standa á hæð norðarlega í hverfinu, nálægt gömlu áburðarverksmiðjunni. Verk hans þar eru 16 talsins og hafa íbúar hverfisins talið þau vera eitt helsta kennileiti Grafarvogs.