Harvey Weinstein hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni. Framleiðandinn gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag sakfelldur fyrir dómi í New York fyrir kynferðisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart sitt hvorri konunni. Weinstein sem hafði einnig verið ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum var sýknaður af þeim ákærulið í dag. Gæti framleiðandinn átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en ekki er komin nákvæm tímasetning á það hvenær refsins hans verður ákveðin.
Þess má geta að framleiðandinn mun þurfa að mæta fyrir dóm að nýju í Los Angeles þar sem gefin hefur verið ákæra á hendur honum fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Ekki liggur fyrir hvenær þau réttarhöld koma til með að hefjast.