Íslendingur handtekinn á Kanarí.
Íslenskur maður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður af lögreglunni á Kanaríeyjum fyrir að ljúga að lögreglunni. Maðurinn sagði að kreditkorti hans hafi verið stolið og verið tekið út af því rúm milljón króna en maðurinn er á Tenerife, sem er vinsæl eyja á Kanaríeyjum hjá íslenskum ferðamönnum.
Í rannsókn sinni komst lögreglan að því að kreditkortið hafi verið notað ítrekað á „næturklúbbi“ og ræddi við starfsfólk staðarins sem var á staðnum þegar kortið var notað. Þá kom í ljós að Íslendingurinn eyddi miklum tíma á staðnum og hafi verið sá sem notaði kortið. Þá hafði hann reglulega keypt drykki fyrir aðra einstaklinga sem voru á staðnum á sama tíma.
Í framhaldinu var Íslendingurinn handtekinn á hóteli sínu fyrir að ljúga að lögreglunni. Í yfirlýsingu frá lögreglu á Tenerife minnir hún á að fólk sem fremur svona glæpi gæti mögulega átt yfir höfði sér 12 mánaða fangelsi.
Frá þessu greinir Canarian Weekly.