Fjarðabyggð og Tandrabretti ákváðu að hafa samvinnu um að Tandrabretti myndi reka viðarperlukyndingar í fjarvarmaveitum í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Um er að ræða þrjár færanlegar kyndistöðvar í gámum og er hver um sig hálft megavatt eða samtals 1,5 megavatt. Með þessu þarf Fjarðabyggð ekki að brenna jarðefnaeldsneyti í vetur, en kaupir þess í stað hita frá kolefnahlutlausum kyndistöðvum. Þá rekur Tandrabretti einnig kyndistöðvar í Hallormstað og í Fljótsdal.
Það sem er kynnt með fjarvaraveitunum eru Sjúkrahúsið, Verkmenntaskólinn, barnaskólinn, sundlaugin og Egilsbúð á Neskaupsstað. Á Reyðarfirði er það skólinn, leikskólinn og íþróttahúsið.