Ekki finnst enn kaupandi fyrir skipið Jóni Kjartanssyni SU, sem Eskja á og hefur verið með á söluskrá í fjöldi ára.
Austurfrétt segir frá því að skipið Jón Kjartansson SU, í eigu Eskju, hafi legið bundinn við bryggju á Eskifirði frá 2017, að mestu leiti verkefnalaus. Stefnan hefur verið tekin nú að flytja skipið út og selja í brotajárn.
Skipið hefur verið fyrir austan síðan 1987, er Hraðfrystistöðin á Eskifirði keypti hann níu ára gamlan frá Hafnarfirði, en þar gekk hann undir nafninu Eldborg HF. Þegar skipið kom til Eskifjarðar var nafninu breytt í Hólmaborg en seinna Jón Kjartansson.
Í frétt fiskifrétta er haft eftir Baldri Marteini Einarssyni, útgerðarstjóra Eskju, að strax árið 2015 var farið að spá í að selja skipið. Kaupandi hefur ekki enn fundist, enda skipið orðið hátt í 40 ára gamalt en lítil eftirspurn er eftir svo gömlum skipum.
Líkt og áður hefur komið fram hefur Jón Kjartansson legið við höfn frá árinu 2017, fyrir utan það þegar haldið var úthald á kolmunna á tímabili árið 2019. Eskja hyggst nú losa sig við skipið í brotajárn en ekki hefur þó enn verið gengið frá þeirri sölu. Segir Baldur að veður og vindar ráði hvernig það mun ganga en að hann voni að það gerist sem fyrst.