Viggó öskraði á manninn að stökkva í sjóinn þegar Eggjagrímur var að sökkva: „Út í sjó“

top augl

Sigmaður Landhelgisgæslunnar, Viggó Sigurðsson, hefur komið að mörgum stórum björgunaraðgerðum á löngum ferli þrátt fyrir nokkuð ungan aldur en segir að ein sú minnisstæðasta björgun sem hann hefur komið að sé þegar Eggjagrímur, lítill skemmtibátur, sökk í Faxaflóa.

Tilkynnt var um að leki hefði komið að bátnum og þegar komið var á vettvang seig Viggó niður og fékk til sín dælu sem hann ætlaði að nota til að dæla sjó úr bátnum. Það var vont í sjóinn þannig að dælan fór á kaf og hún fór aldrei í gang.

Þá blasti við að það þurfti að koma þeim tveimur mönnum sem voru um borð í burtu en þeir virtust taka ástandinu með mestu ró og voru ekkert að stressa sig um of. Samhliða því var verið að reyna að koma línu í Eggjagrím til að rétta hann af en Í því kemur dragnótabáturinn Happasæll sem hafði verið skammt undan aðvífandi. Skipstjóri Happasæls opnaði gluggann og kallaði til Viggós en hann heyrði ekki hvað sagt var svo hann hváði. Skipstjórinn endurtók „Hann er að sökkva!“, en þá var báturinn farinn að síga ískyggilega niður að aftan.

Þegar verið var að bjarga fyrri manninum frá borði sneri Viggó sér að því að undirbúa seinni manninn. Sá sat þá aftast í sökkvbandi bátnum og sagðist vera fastur. Viggó áttaði sig þá á því að nú var vesen.

Viggó reyndi að tosa manninn til sín sem hélt því til streitu að hann væri fastur. Hann vissi það ekki þá að maðurinn var frosinn af skelfingu en hann ályktaði að maðurinn væri fastur í einhverjum spottum og myndi fara niður með bátnum ef þegar hann sykki og því voru góð ráð dýr.

Hann stakk sér til mannsins og sá að hann var hvergi fastur og því öskraði hann á manninn: „Út í sjó!“

Eggjagrímur sökk en mennirnir komust lífs af.

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér þar sem Viggó lýsir störfum sínum og björgunarstörfum fyrir Landhelgisgæsluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni