Það gekk á ýmsu á þorrablóti Stjörnunnar í Garðabæ, ef marka má heimildir Vísis sem vitnar í Nótt Moggans. Nokkurt uppnám varð þegar Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður missti stjórn á sér undir uppistandi syni veislustjórans, Helga Brynjarssonar, sem grínaðist með Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og skjólstæðing Vilhjálms. Lögmaðurinn missti þá stjórn á sér.
„Ástæðan var ummæli þess fyrrnefnda um Jón Baldvin. Það dó eitthvað innra með Nóttinni þegar Helgi sagði: „Er einhver gæsla hérna? Það er BDSM- lögmaður Íslands að trufla showið mitt Getið þið fjarlægt hann?“ segir Mogginn.
Vilhjálmur sagði aðspurður við Morgunblaðið að ekki væri rétt með farið, þegar þetta var borið undir hann.
„Mér finnst bara að Stjarnan og Garðabær geti gert betur en fengið Brynjar Níelsson sem veislustjóra kvöldsins og ég tala nú ekki um þegar sonur hans kemur á eftir honum og hefur lítið fram að færa annað en guma af því að vera sonur pabba síns. Hann mætti líta sér nær áður en hann fer að vega að mannorði annars fólks,“ sagði Vilhjálmur sem vildi að öðru leyti ekki ræða málið og ástæður þess að hann missti stjórn á sér.
Uppnámið er rakið til þess að erjur hafa lengi verið milli Brynjars og Vilhjálms …