Stormur er á Suðvestur-horni landsins. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun. Ófært er víða í landshlutnaum og færð og skyggni á vegum slæmt jafnt innan borgarmarka sem og utan þeirra. Fyrir skemmstu var Reykjanesbrautinni sökum veðurs. En fram kemur í færslu frá lögreglunni á Suðurnesjum að brautin sé lokuð vestan fitja. Þá er Hellisheiðin einnig lokuð.
Á heimsíðu Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni nema ef brýn nauðsyn er á: „Ekkert ferðaveður er því á Suður- og suðvesturlandi frá klukkan 11 í dag. Einnig má búast við skafrenningi á Suður- og suðausturlandi og í kvöld spillist færð á Norðausturlandi frá Húsavík að Vopnafirði.“
Við getum ekki svarað fyrir hvað þetta stendur lengi yfir og hvetjum fók til að fylgjast með veðurspá og vef Vegagerðarinnar.“
Mikil snjóþyngsli eru í höfuðborginni og víða eru íbúagötur illgreiðfærar. Þá er vegfarendur beðnir um að kynna sér færð á umferdin.is