Sólveig Anna Jónsdóttir segir Bjarna Benediktsson sýna grimmd og forherðingu sem utanríkisráðherra.
Verkalýðsforinginn Sólveig Anna Jónsdóttir birti ljósmynd á Facebook af fallegu handverki sem hún keypti í palestínsku borginni Nablus en þar heimsótti hún meðal annars Balata flóttamannabúðirnar, þar sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA), rekur fjóra barnaskóla. „Ætli grimmd og forherðing utanríkisráðherra Íslands komi í veg fyrir að hægt sé að kaupa skólavistir handa börnunum?“ spyr Sólveig Anna í færslunni. Og hélt áfram. „Ég vona að fólkið í Nablus fái á endanum að lifa frjálst undan kúgun og hryllingi aðskilnaðarstefnu Ísraels-ríkis. Ég vona að börnin þar fái að ganga um frjáls í sínu eigin landi. Ég vona að vestræn valdastétt verði látin gjalda fyrir grimmd sína og rasisma, fyrir stuðninginn við þá mannkynsögulegu glæpi sem nú eru framdir í beinni útsendingu. Og ég vona að fólkinu á Gaza verði bjargað undan morðingjunum. Góði guð, hjálpaðu fólkinu á Gaza.