IKEA á Íslandi hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við verðbólguna og lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með 1.febrúar. Þá festir IKEA einnig vöruverð til ársloka 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Þá mun þetta einnig vera gert til þess að verkalýðshreyfingin og SA nái að semja sem fyrst. Í samtali við Vísi segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að nýr samningur við birgja um lægra innkaupsverð hafi auðveldað ákvörðunina. Einnig herma heimildir Mannlífs að Byko hafi gert hið sama fyrr á árinu og fest vöruverð til ársloka.