Starfsmenn skemmtistaðar í Hafnarfirði höfðu samband við lögreglu seint í gærkvöld vegna einstaklings sem lét illa fyrir utan staðinn. Þegar lögregla kom á vettvang um klukkan hálf eitt í nótt var maðurinn enn á staðnum og neitaði að fara. Eftir nokkrar tilraunir lögreglu við að koma manninum heim var ljóst að hann var í of annarlegu ástandi og gisti því í fangageymslu lögreglu. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði stolið út verslun í miðbænum. Skýrsla var rituð á staðnum en þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði einn ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum vímuefna.