Söngvari The Hootie & the Blowfish, Darius Rucker hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot.
Darius Rucker, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar tíunda áratugarins, The Hootie & the Blowfish, var handtekinn í Tennessee í Bandaríkjunum og ákærður fyrir eignarhald á litlu magni af eiturlyfjum og fyrir kaup á litlu magni eiturlyfja, auk brota á skráningarlögum. Var honum sleppt í gær, 1. febrúar gegn tryggingu upp á ríflega 1,4 milljónir króna.
Í kjölfar handtökunnar sögðu lögmenn Ruckers í yfirlýsingur til E! News að hinn 57 ára söngvari væri í fullu samstarfi við yfirvöld í tengslum við ákærurnar.
Árið 2013 opnaði Rucker sig um fyrri reynslu sína af vímuefnaneyslu og greindi frá því hvað hafi orðið til þess að hann breytti um lífsstíl.
„Að taka eiturlyf og drekka á hverju kvöldi, ég hef stundað það,“ sagði hann í viðtali við Los Angeles Times. „Treystu mér, ég hef notað nóg fyrir alla. Og núna vil ég ekki lifa þannig lengur.“
Það hjálpaði Rucker að verða faðir, bæði hvað varðaði lífsstílinn og tónlistina en hann eignaðst dótturina Carolyn með Elizabeth Ann Phillips árið 1995. Seinna eignaðist hann svo Danielle, sem er 22 ára og Jack, 19 ára, með þáverandi eiginkonu sinni, Beth Leonard en þau skildu fyrir nokkrum árum.
„Ég hafði verið að túra með Hottie í svo langan tíma, á hverju sumir, burtu í þrjá eða fjóra mánuði en svo snérist líf mitt um fjölskyldu mína og börn,“ útskýrði hann. „Að reyna að skipta úr því að vera rokkstjarnan yfir í að vera bara pabbi, það var mikið verkefni fyrir mig. Líf mitt breyttist skyndilega.“
Rucker áttaði sig hins vegar á því að hann gæti skrifað meira um fjölskylduna í kántrítónlistarstíl, en sú uppgötvun leiddi til stórs augnabliks á ferli hans.
„Í rokki og í poppi, sestu í raun aldrei niður og skrifar lög eins og „It Won´t Be Like This for Long“,“ sagði Rucker og hélt áfram: „En í kántrýtónlist geturðu það, og það geturðu náð fyrsta sæti á vinsældarlistum.“
Í október 2023 gaf hann út nýjustu plötu sína, Carolyn´s Boy, til heiðurs móður sinnar.
Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag The Hootie & The Blowfish: