Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan eitt í nótt um ungan mann sem var að handleika hlut sem talinn var byssa. Maðurinn sem er 17 ára var farþegi í bifreið sem var lagt í bifreiðastæði við hús þar sem skólaball var haldið.
Ungi maðurinn var handtekinn en ætluð byssa fannst ekki. Maðurinn var með hótanir við lögreglu og var færður á lögreglustöð þar sem foreldri kom síðan og sótti unga manninn. Á lögreglustöð var rætt við unga manninn að viðstöddu foreldri og sagðist hann þá hafa verið að fíflast með loftbyssu og byssan ætti að vera í bifreiðinni. Málið verður tilkynnt til Barnaverndar.