Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
1.5 C
Reykjavik

Rabbíni segir gyðingum á Íslandi hafa verið hótað lífláti: „Ótt­ast að segja fólki frá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Avra­ham Feldm­an, rabbíni gyðinga á Íslandi, segir að gyðingar á Íslandi óttist um öryggi sitt.

„Ég hef rætt við gyðinga á Íslandi sem segj­ast ótt­ast að segja fólki frá því að þeir séu gyðing­ar. Sum­ir ótt­ast það ör­ygg­is síns vegna, aðrir ótt­ast það vegna þess að það gæti skaðað rekst­ur fyr­ir­tækja þeirra,“ sagði Feldm­an við mbl.is um málið en gyðingar um allan heim hafa á undanförnum mánuðum greint frá auknu hatri í sinn garð. Rekja þeir það til átaka á Gaza en stjórnvöld í Ísrael hafa drepið yfir 25 þúsund Palestínumenn eftir árás Hamas á Ísrael 7. október í fyrra og er ekkert sem bendir til þess að þeim drápum linni á næstunni.

Feldman segist hafa rætt við gyðinga á Íslandi og hafi þeir greint honum frá því að þeir þori ekki lengur að segja fólki frá trú þeirra. Þá hafi mörgum í samfélaginu borist hatursskilaboð á netinu og 13 einstaklingum verið hótað lífláti. Einnig greindi hann frá atviki í miðborginni þar sem manni var neitað um afgreiðslu vegna þess að hann bar gyðingastjörnu á sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -