Nokkrir drengir undir lögaldri köstuðu flugeld inn um bréfalúgu á íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum um síðustu helgi. Athæfið hafði í för með sér að eldur kviknaði í mottu í anddyrinu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Húsráðandi var heima þegar flugeldinum var kastað inn, brást hann snarlega við, braut mottuna saman yfir flugeldinn og kastaði logandi mottunni út.
Lögreglumenn ræddu alvarlega við drengina auk aðstandenda þeirra, báðu drengirnir húsráðendur afsökunar.
Athæfið var tilkynnt til Barnaverndarstofu.