Nemendur Hagaskóla hafa boðað til verkfalls.
Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir í viðtali við mbl.is óljóst hversu margir nemendur skólans muni taka þátt í verkfalli sem boðað hefur verið til á þriðjudaginn.
Stendur til að nemendur gangi út úr kennslustofum klukkan 10:30 og mótmæli við Austurvöll klukkan 11:00 en verkfallið er til stuðnings Palestínu. Þá segir Ómar að skólinn muni ekki reyna stoppa nemendur ákveði þeir að ganga úr tímum. Hann reiknar ekki með að kennarar og starfsfólk skólans muni leggja niður störf og slást í för með nemendum.
Í tilkynningu frá nemendum sem standa að verkfallinu eru fleiri hvattir til að taka þátt.
„Við vonum að allir grunnskólanemar, menntaskólanemar og háskólanemar taki þátt með okkur að berjast fyrir frjálsri Palestínu!“