Á dögunum fagnaði parið, Páll Óskar og Antonio, árslöngu sambandsafmæli. „Við viljum gifta okkur og erum að undirbúa það ferli allt saman núna,“ segir Páll Óskar frá og lýsir flækjum sem fylgja dvalarleyfi og hjúskaparferlinu en Antonino unnusti hans er flóttamaður frá Venezúela.
„Við ætlum ekki að halda brúðkaup strax vegna þess að eftir giftinguna, sem er í rauninni svona gjörningur sko, að þá tekur við annars konar ferli. Sem er dvalarleyfisumsókn á grundvelli hjúskapar,“ segir hinn ástsæli Páll Óskar Hjálmtýrsson í viðtali við Kristínu Sif í Dagmálum.
Parið hóf sambúð strax á fyrsta degi. „Hann er búinn að vera hjá mér síðan og við ætlum að halda nákvæmlega þessu áfram, halda áfram að vera góðir hvor við annan,“ segir Páll Óskar sem ræðir opinskátt um ástina og framtíðarplön sín.