Jón Karl Karlsson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki, lést á Dvalarheimili aðdraðra á Sauðárkróki þann 1. febrúar, 86 ára að aldri.
Jón Karl fæddist á Mýri í Bárðardal 11. maí 1937 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Karl Jónsson, bóndi á Mýri og verkamaður, og Björg Haraldsdóttir, húsfreyja og verkakona. Systur Jóns eru: Sigríður, f. 1933, d. 2022, Hildur Svava, f. 1942, og Aðalbjörg, f. 1943.
Jón Karl giftist Hólmfríði Friðriksdóttur en hún fæddist 3. júlí 1937 og lést 2. febrúar 2013. Saman eignuðust þau þrjú börn, þau Brynhildi Björgu, fædda 1959, Friðrik, fæddan 1960 og Karl, fæddan 1969 en barnabörn þeirra hjóna eru 11 talsins, barnabarnabörnin eru 17 og eiga þau eitt barnabarnabarnabarn.
Útför Jóns fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 14.
Mbl.is fjallar ítarlegar um líf og störf Jóns Karls.
Mannlíf sendir aðstandendum Jóns Karls samúðarkveðjur.