Ísland er í þriðja sæti yfir dýrustu lönd í heimi. Þetta kemur fram í samantekt tímaritsins CEOWORLD.
Þar kemur fram að Sviss sé dýrasta landið, þar á eftir kemur Noregur og svo Ísland í þrðja sæti, en 132 lönd eru á listanum og er horft til ýmissa rannsókna, tölfræði og vísitalna sem tengjast matvöruverði, fasteignaverði, leigu og fleiru. Þetta þykja ákveðin tíðindi þar sem Ísland hefur oft lent í efsta sæti á listum yfir dýrustu lönd heims. Þess má geta að samkvæmt úttektinni er Pakistan það land sem er r ódýrast í heimi, en það er í 132. sæti á listanum.
Tíu dýrustu löndin samkvæmt CEOWORLD:
Sviss
Noregur
Ísland
Japan
Danmörk
Bahama eyjar
Lúxemborg
Ísrael
Singapúr
Suður- Kórea.