Palestínskur embættismaður hefur varað við „hrottalegum fjöldamorðum“ gegn hundruðum þúsunda Palestínumanna á flótta og hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa inn í og koma í veg fyrir fyrirhugaða árás Ísraela á „öruggt svæði“ í suðurhluta Gaza.
„Allar hernaðaraðgerðir í Rafah, þar sem rýmið er takmarkað og þar sem yfir 1,5 milljónir Palestínumanna eru á flótta frá ísraelska hernum, myndu leiða til hrottalegra fjöldamorða sem engin fordæmi hafa í nútímasögunni,“ sagði Mustafa Barghouti frá Palestínska þjóðarfrumkvæðisflokknum (e. Palestinian National Initiative party).
Yfirlýsing Barghouti kom eftir að Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, tilkynnti að Rafah væri næsta skotmark í hernaðaraðgerðum Ísraels. Árásir Ísraelsmanna hafa sent 85 prósent íbúa Gaza á flótta innanlands, á sama tíma og bráðs skorts á mat gætir sem og á hreinu vatni og lyfjum.