Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bjóða upp á barnasýningar í verkfallinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að bjóða upp á leiksýningar fyrir leikskólakrakka á virkum dögum á meðan verkfall leikskólastarfsmanna stendur yfir.

Frá þessu er greint á vef leikhússins.

„Auðvitað vonum við að þessi deila leysist sem allra fyrst,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, „en við ákváðum að vera tilbúin ef til verkfalls kemur, og bjóða upp á sýningar fyrir börn með lækkuðu miðaverði. Það getur verið dýrmætt að fá tækifæri til að gera eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt með börnunum á svona tímum, og því ákváðum við að taka til sýninga eina af barnasýningunum okkar, Ómar Orðabelg. Sýnt verður í Kúlunni kl. 13:00 alla næstu viku, frá og með þriðjudegi, ef af verkfalli verður. Vegna aðstæðna lækkum við miðaverð og kostar miðinn aðeins 1.000 kr.“

Fram kemur á vef Þjóðleikhússins að ef deilan leystist verða sýningar felldar niður og gestir fá ónotaða miða endurgreidda eða geta nýtt þá sem inneign á aðrar sýningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -