- Auglýsing -
Svo virðist sem nóttin hafi verið með rólegra móti hjá lögregunni á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt var ökumaður bifreiðar stöðvaður í akstri, grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna. Hinn grunaði hafði þá langt undir sig talsverða vegalengd – á öfugum vegarhelmingi. Jafnótrúlegt og það nú hljómar var auk þess að eitt dekk bifreiðarinnar sprungið og hafði hann ekið á felgunni dágóðan spotta.