„Hraunið heldur sér uppi á heiðinni og getur kannski sett smá þrýsting á varnargarðana í Svartsengi,“ segir Þorvaldur Þórðarson í samtali við RÚV um staðsetningu eldogssins og telur hana vart geta hafa verið heppilegri.
Hann telur líkur leiða á að núverandi gos verði í styttri kantinum. Eldgosið sem hófst í morgun minnir margt á gosið sem hófst í desember síðastliðnum. „Í desember komu upp 5 til 6 milljón rúmmetrar og ætli þetta verði ekki svipað,“ segir hann. Var það tiltölulega stutt eldgos sem varði í um það bil 60 klukkustundir.