Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Íslensk kona handtekin í Belgíu fyrir rán sem hún framdi fimm árum fyrr:„Gjörsamlega hulin ráðgáta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í mars árið 1999 var íslensk kona sem búið hafði lengi í Belgíu, handtekin og hneppt í fangelsi vegna gamals brots sem hún framdi.

Konan, sem ekki var nafngreind í fjölmiðlum, hafði árið 1994 hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir rán sem hún framdi í Belgíu árið 1992. Fimm árum síðar var hún handtekin og hneppt í fangelsi svo hún gæti hafið fullnustu refsidómsins. Sendiráðunautur Íslands í Belgíu á þessum tíma kom af fjöllum um ástæðu þess að konan hafi verið handtekin svona löngu eftir að dómur féll í máli hennar en óskaði eftir skýringum.

DV fjallaði um málið þann 10. mars árið 1999 en fréttina má lesa hér fyrir neðan:

Var handtekin og sett inn í síðustu viku til að fullnusta funm ára gömlum dómi: íslensk kona í fangelsi í Brussel

– kemur að líkindum fyrir dómara í dag – íslenska sendiráðið fylgist með

Íslensk kona, sem hefur verið búsett í Belgíu í áraraðir var handtekin í síðustu viku og hneppt í fangelsi í höfuðborginni Brussel. Samkvæmt heimildum DV voru belgísk fangelsisyfirvöld með þessu að fullnægja refsidómi sem gekk fyrir tæpum hálfum áratug, i desember 1994. Þá var konan fjarverandi þegar dómur var upp kveðinn. Konan var ákærð fyrir að hafa framið rán í Belgíu árið 1992. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve miklu konunni var gefið að sök að hafa rænt, né heldur af hverjum hún tók verðmæti. Tveimur árum síðar gekk dómur á hendur íslensku konunni. Hún var dæmd í 3ja ára fangelsi. En hvers vegna er verið að fullnægja dóminum nú – tæpum fimm árum síðar? „Það er mér gjörsamlega hulin ráðgáta. Á þessu kunna að vera skýringar og ég vonast eftir að fá að vita um þær fljótlega,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson, sendiráðunautur í Brussel, í samtali við DV í gær. Aðspurður sagði Finnbogi Rútur að hin íslenska kona hefði ekki óskað eftir aðstoð sendiráðsins vegna hinnar mjög svo síðbúnu handtöku. Hins vegar kvaðst hann myndu fylgjast með máli hennar á næstunni. Þá fer hugsanlega fram einhvers konar þinghald þar sem sakbomingnum gefst að líkindum tækifæri til að grípa til varna. Konan hefur búið i Belgíu allan þann tíma sem liðið hefur frá því að dómur var upp kveðinn. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -