Forsetafrúin, Eliza Reid, er komin heim til landsins eftir nokkurra vikna fjarveru við að kynna bók sína, Sprakkar. sem hefur gert það gott á Íslandi og víðar um heiminn. Undanfarnar vikur hefur hún verið á ferð um Dubai. Óhætt er að segja að landið kalda tók vel á móti Elizu því hún var varla lent þegar sjötta gosið hófst á Reykjanesskaga. Eliza deildi mynd af ósköpunum á samfélagsmiðlum og skrifaði með hvatningarorð til Grindvíkinga þar sem ún áréttar að hörmungarnar muni ganga yfir.
Nokkur eftirsjá er vegna þess að eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson, hættir sem forseti í sumar og fátt um boðlega frambjóðendur. Einhverjum datt í hug það snjallræði að Eliza gefi kost á sér í hið háa embætti og þannig haldi þjóðin fjölskyldunni á Bessastöðum áfram …