Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Anna Fanney er sigurvegari í Idol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Anna Fanney Kristinsdóttir sigraði Idol í kvöld eftir æsispennandi úrslita-
keppni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2.

Björgvin Þór Þórarinsson, Anna Fanney Kristinsdóttir og Jóna Margrét Guðmundsdóttir
kepptu til úrslita í kvöld og stóðu sig öll frábærlega vel. Fyrri flutningur keppenda var lag
að eigin vali en þemað var „Þetta er ég“.

Björgvin: When You Were Young – The Killers
Anna Fanney: Back To Black – Amy Winehouse
Jóna Margrét: Stronger – Kelly Clarkson

Símakosning opnaði í byrjun þáttar og eftir fyrri flutning kvöldsins var ljóst hvaða tveir
keppendur myndu syngja til úrslita. Björgvin lauk keppni eftir frábæra þátttöku í
keppninni. Í seinni flutning fluttu Anna Fanney og Jóna Margrét Idol sigurlagið
„Skýjaborgir“. Lagið var samið fyrir keppnina af Halldóri Gunnari, Unu Torfa og Baldvini
Hlyns, og útfært og tekið upp í samstarfi við keppendur. Höfundar lagsins fylgdust náið
með söngvurum í keppninni, fengu hugmyndir að útfærslum að laginu og loka útkoman
er lag sem er hannað fyrir keppendur þar sem þau fengu að hafa puttana í
lokaútkomunni.

Sigurlagið var gefið út á Spotify í gærkvöldi og er þegar komið í spilun í útvarpi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -