Söngkonan þjóðþekkta Þórunn Antonía er komin með vinnu á dvalarheimili fyrir aldraða. Síðsumar sendi hún frá sér færslu þess efnis að hún væri í atvinnuleit. Þórunn er í skýjunum og skrifar:
„Ég er að elska allt það nýja og skemmtilega sem lífið er að færa mér. Ég hef hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og er strax farin að hlakka til að mæta i fyrramálið og glæða daga mína gleði og tilgangi með þessu fallega fólki sem starfar hér og dvelur. 💛“
Hún deilir jafnframt frá starfinu og segir:
„Í dag fékk ég þakklætis ljóð frá nýjum vini sem er 92 ára og ég orti fyrir hann eitt á móti. Ljóð og orð fara beint i hjartastað. Ég hlýddi á upplestur úr fallegum bókum og heyrði börn flytja lifandi tónlist.“
Hér að neðan má sjá færslu Þórunnar í heild auk myndanna sem hún birti með:
View this post on Instagram
Mannlíf óskar Þórunni Antoníu innilega til hamingju með nýja starfið.