Fyrir skemmstu tóku þrjár íslenskar konur sig til og flugu til Egyptalands og sóttu fjölskyldu frá Gaza. Þar eru fjölskyldurnar sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar staddar. Konurnar brugðust við því neyðarástandi og eru nú fyrstu börnin komin heim.
„Í gær fylgdist ég með Emad vini mínum knúsa börnin sín og konu í fyrsta sinn í fimm ár. Svo fór ég í snjóslag við þessi börn,“ ritar Bragi Páll, rithöfundur, í færslu á X-inu fyrir skemmstu en hann hefur verið duglegur við að benda á það sem í gangi er á Gaza og hefur stutt þá Palestínumenn sem eru á Íslandi. Með færslunni birti hann myndskeið sem sjá má hér að neðan:
Í gær fylgdist ég með Emad vini mínum knúsa börnin sín og konu í fyrsta sinn í fimm ár. Svo fór ég í snjóslag við þessi börn.
Björgum fleiri börnum. Förum svo í snjóslag við þau.
Reikningsnúmer: 0515-14-007470
Kennitala: 600217-0380
AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) pic.twitter.com/cazchpHY1Z— Bragi Páll (@BragiPall) February 10, 2024
Tengdar fréttir:
Hefja söfnun til bjargar fjölskyldunum frá Gaza: „Staðreyndin er sú að málið er ekki flókið“
Efling styrkir Solaris um milljón krónur: „Sameinuð getum við bjargað mannslífum“