Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna veðurs á morgun, föstudag.
Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.
Flugi aflýst og mögulegar rafmagnstruflanir
Á vef lögreglunnar er fólk þá hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu á veður gengur yfir. Þá eru umráðamenn báta og skipa í höfnum hvattir til að huga að fleyum sínum og tryggi þau svo sem hægt er sökum hárrar sjávarstöðu og áhlaðanda.
Öllu innanlandsflugi bæði með Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni hefur verið aflýst á morgun vegna óveðurs.
Neyðarstjórn Landsnets hefur þá lýst yfir óvissustigi vegna veðursins á morgun. Í Facebook-færslu Landsnets segir að búast megi við „margháttuðum truflunum“ á rafmagni á morgun.
Þá má búast má við að margar ferðir Strætó falli niður á landsbyggðinni.
Sjá einnig: Má búast við ofsaveðri