Árni Rúnar Hlöðversson segir færslufyrirtækið Rapyd fela slóð sína á Íslandi.
Forritarinn og tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson, oftast kallaður Árni plúseinn, skrifaði færslu á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann heldur því fram að færslufyrirtækið Rapyd feli nú slóð sína á Íslandi, með því að fjarlægja merki fyrirtækisins af posum sínum.
Eftir að stuðningur forstjóra Rapyd, við þjóðarmorð ísraelska hersins á Gaza varð ljós, en forstjórinn sagði meðal annars að fjöldi saklausra Palestínumanna sem féllu, skipti engu máli, náist að uppræta Hamas-samtökin, var stofnuð heimasíðan hirdir.is. Þar getur fólk séð hvaða fyrirtæki á Íslandi notast við Rapyd og bætt við fleirum fyrirtækjum. Fjöldi fyrirtækja hafa í kjölfarið skipt um í kjölfar gagnrýninnar. En nú segir Árni Rúnar að Rapyd hafði bruðgið á það ráð að fjarlægja merki fyrirtækisins af posum þeirra.
Hér má sjá færsluna en þar segir meðal annars að það sé „mikilvægt að spyrja viðkomandi verslun“ hvort um sé að ræða Rapyd-posa:
Rapyd hefur nú látið fjarlægja merkið sitt af posunum. Nú líta þeir svona út.
Ef þú sérð svona posa þá er líklegt að það sé Rapyd samningur bakvið hann. Mikilvægt að spyrja í viðkomandi verslun og skrá á https://t.co/WrFzfvwWG1
Vinsamlegast deilið þessari mynd með sem flestum. pic.twitter.com/g2AnyfIZTl
— Árni Plúseinn (@arnipluseinn) February 12, 2024