Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Setur Gaza-hryllinginn í samhengi við Ísland: „Ég á bara mjög, mjög erfitt með þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rebekka Guðleifsdóttir setur ástandið á Gaza-ströndinni í samhengi við Ísland.

Ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hún setur þær hörmungar sem nú standa yfir á Gaza, í samhengi við Ísland. Óhætt er að segja að færslan er sláandi en Rebekka segist hafa gert þetta fyrir þá Íslendinga sem kunni ekki að setja sig í spor annarra.

Rebekka Guðleifsdóttir

„Ef öll heimili á Íslandi- rúmlega 130.000 talsins árið 2021 skv Hagstofu – væru sprengd í tætlur eða rifin með jarðýtum, að hluta eða að öllu leyti eyðilögð.. Þá væri það samt minna en helmingur þeirra heimila, um 300.000, sem hafa verið eyðilögð á mjórri landræmu við Miðjarðarhaf á rúmlega fjórum mánuðum.“ Svona hefst færsla Rebekku og heldur svo áfram: „Ræman er um 42 km á lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Njarðvík inn í Mosfellsbæ. Ég velti þessu upp, vegna þess að sumir Íslendingar glíma við þann hvimleiða vanda, að kunna ALLS ekki að setja sig í spor annara. Þetta virðist sérstaklega vefjast fyrir þeim, þegar um er að ræða fólk sem er að glíma við hrylling sem við á Íslandi höfum aldrei verið nálægt því að upplifa og eigum þ.a.l erfitt með að ímynda okkur. Flest okkar eru samt sem áður fær um að hafa samkennd með slíku fólki.“

Og svo kom næsta samlíkingin, Hafnarfjörður. „Í mínum heimabæ, Hafnarfirði, búa rúmlega 30.000 manneskjur. Tölur eru eitthvað á reiki varðandi hversu margar manneskjur hafa verið drepnar á þessari landræmu sem ég minntist á að ofan, vegna þess að sprengjuárásum nágranna þeirra hefur nánast ekki linnt í 126 daga, og hafa bara ágerst núna á síðustu dögum, og því einstaklega erfitt að fara markvisst og örugglega í það hræðilega verk að skrásetja alla látna. Sérstaklega í ljósi þess að mikill fjöldi sem saknað er, er grafinn undir húsarústum, annaðhvort dáið eða við það að deyja.

En, samkvæmt nýjustu tölum í gær, þá er tala látinna komin í 28064. Ef tekið er með að einhverjar þúsundir séu enn ófundnir, þá er nokkurn veginn hægt að jafna þetta við að hvert einasta mannsbarn í Hafnarfirði hafi verið tekið af lífi, á margskonar viðbjóðslegan máta, á 126 dögum. Fyrir augum alls heimsins, sem fylgdist með morðunum á Instagram og TikTok. Meðan þeir sem höfðu allt vald til að stöðva þetta gengdarlausa morðæði, gerðu annaðhvort ekkert, eða aðstoðuðu morðingjana með rausnarlegum peninga og vopnagjöfum.“

Því næst setur Rebekka fjöldi barna sem drepin hafa verið í árásum Ísraela, í samhengi við fjölda barna í grunnskólum landsins.

„Af þessum 28.064 hafa *að minnsta kosti* 11.500 börn verið drepin.
Árið 2022 voru 11.499 nemendur í eftirfarandi grunnskólum:

Austurbæjarskóli (414), Álfhólsskóli (580), Álftanesskóli (363), Árbæjarskóli (693), Áslandsskóli (432), Breiðholtsskóli (438), Brekkubæjarskóli (465), Brekkuskóli á Akureyri (450), Egilsstaðaskóli (417), Engidalsskóli (232), Fellaskóli (359), Flataskóli (365), Foldaskóli (480), Fossvogsskóli (329), Grunnskólinn Seltjarnarnesi (585), Grunnskólinn Vestmannaeyjum (547), Grunnskólinn Ísafirði (384), Grunnskólinn Borgarnesi (305), Grunnskólinn Hveragerði (446), Hagaskóli (587), Háteigsskóli (501), Hraunvallaskóli (594), Kársnesskóli (656), Hvaleyrarskóli (396) og Viðistaðaskóli (481). Er nokkur manneskja á landinu sem gæti ímyndað sér veruleika, þar sem allir nemendur þessara íslensku skóla, hefðu verið drepin á kvalarfullan hátt, og heimurinn bara horfði á?“

- Auglýsing -

Rebekka segist hafa þurft að koma þessu frá sé en segist vera of reið til að geta tjáð sig almennilega. „Ég varð bara að koma þessu frá mér. Ég er of full af reiði og gríðarlegum vonbrigðum fyrir hönd mannkyns, til að kunna almennilega að tjá mig þessa dagana. En þessar hugsanir leituðu á mig í gær. Ekki veit ég hvenær ráðamenn heims verða búnir að seðja hungur sitt í horfa á saklaust fólk deyja í beinni útsendingu.“

Að lokum segist Rebekka hafa fengið nóg fyrir mörgum mánuðum og að hún viti hreinlega ekki hvernig hún eigi „að vera til í sama samfélagi og þeir Íslendingar sem ennþá láta eins og það komi þeim ekkert við að land sem Ísland er í viðskiptum við er búið að brjóta bókstaflega öll lög sem til eru, fremja ógeðslegustu morð sem hugsast getur, monta sig af þessu og gera EKKERT til að fela það,“ og bætir við: „Og okkar stjórnvöld eru – þökk sé okkar ömurlegasta Bjarna Benediktssyni- með morðingjunum í liði. Ég á bara mjög, mjög erfitt með þetta.“
Með færslunni birti Rebekka samanburð á Gaza-ströndinni og sambærilegu svæði á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -