Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Karl Sig­ur­björns­son bisk­up er lát­inn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn.

Fjölskylda Karls Sigurbjörnssonar biskups tilkynnti andlát hans en hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík, 77 ára að aldri.

Karl er fæddur 5. febrúar 1947 í Reykjavík en hann var sonur Sigurbjörns Einarssonar, biskups og Magneu Þorkelsdóttur. Var Karl sjötti í röð átta systkina.

Karl var vígður til prests í Vestmannaeyjum þann 4. febrúar árið 1973 en 1975 var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík og þjónaði þar í tæp 23 ár.

Árið 1998 var Karl kjörinn biskup Íslands en því embætti gengdi hann í 14 ár. Eftir það þjónaði hann um tíma í Dómkirkjuprestakalli.

Karl gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna, var kirkjuþingsmaður, sat í stjórn Prestafélags Íslands og var í kirkjuráði, áður en hann var kjörinn biskup yfir Íslandi. Þá var hann skipaður heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

- Auglýsing -

Þá var Karl duglegur í skrifum en eftir hann liggja fjölmargar bækur og rit, bæði frumsamin og þýdd.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Krist­ín Þór­dís Guðjóns­dótt­ir en saman áttu þau börnin Ingu Rut, Rannveigu Evu og Guðjón Davíð en barnabörnin eru átta.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -