„Ég fór í rannsókn vegna kæfisvefns fyrir nokkrum árum,“ ritar Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor hjá Háskóla Íslands, á Facebook-síðu sína í gærkveldi. Hún útskýrir að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið bærileg og súrefnismettun í blóði hafi verið ásættanleg.
„En ég var þekkt fyrir að hrjóta.“
Kristín Vala segir að í baráttu sinni gegn hrotunum hafi hún lært „low tech“-lausnina [Lág-tækni], sem er þess kostum gædd að vera ekki háð/ur flóknum vélbúnaði.
„Nota bara málningarteip. Málið dautt,“ segir Kristín Vala og segist vera laus við hroturnar og sofi vel.
Til málstuðnings bendir hún á að margir svefnsérfræðingar mæli með aðferðinni. Ber þar að nefna: „James Nestor sem skrifaði bókina „Breath“ eða „Andardráttur““. Hún segir frá því að James hafi farið í leiðangur til margra svefnsérfræðinga – og hann mælir með teipinu.
„Það er hægt að kaupa dýra sértilbúina plástra, en trúið mér málningarteipið virkar vel!“
Í athugasemdum við færsluna bendir einn fylgjandi á sérstaka munnplástra sem eigi að hjálpa við neföndun. Kristín Vala svarar ábendingunni svohljóðandi:
„Algjörlega óþarfi að nota dýra plástra, mjótt málningarteip virkar vel.“
Hér að neðan má sjá færslu Kristínar Völu í heild: