Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um einstakling sem stóð á öskrinu í nótt. Gólin röskuðu svefn ró íbúa miðborgarinnar. Lögreglan mætti á staðinn á ræddi við öskurapann sem lofaði að hætta. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu stóð hann við það.
Töluvert var um ölvun og þurfti lögreglan að afskipti af mörgum sökum annarlegs ástands þeirra. Lögreglan sinnti almennu umferðaeftirliti. Allmargir reyndust aka undir áhrifum vímugjafa, þá voru aðrir próflausir.
Lögreglu barst tilkynning um innbrot í heimahúsi í hverfi 108. Lögreglan mætti á vettvand og var meintur gerandi handtekinn, skammt frá vettvangi. Sá hinn sami var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Í Kópavogi var lögreglu tilkynnt um líkamsárás. Hinn brotlegi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Sjö gistu fangageymslur lögreglu í nótt, vegna mismunandi brota.