Miðvikudagur 11. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lögreglan birtir teikningu af morðingja Rachel Morin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex mánuðum eftir að fimm barna móðirin Rachel Morin var myrt af óþekktum aðila, á göngustíg nærri heimili sínu í Maryland, hafa lögregluyfirvöld á svæðinu birt teikningu af hinum grunaða. Vonast lögreglan til þess að teikningin hleypi nýju lífi í málið.

Mannlíf hefur flutt fjölmargar fréttir af málinu en Rachel Morin var fimm barna móðir sem fór út að skokka á þekktri gönguleið í Bel Air, Maryland, í ágúst síðastliðinn en kom aldrei heim. Hún fannst svo nakin og myrt í frárenslisgöngum nærri gönguleiðinni.

Fjölmiðlafulltrúi lögreglustjórans í Hardford-sýslu, segir lögregluna hafa tekið yfir 100 viðtöl síðustu sex mánuði og skoðað yfir þúsund vísbendingar. Auk teikningarinnar sem birtist á mánudaginn, hafa lögreglumenn tekið upp hlaðvarpsþátt þar sem farið er yfir það sem komið hefur í ljós í málinu.

Rannsakendur telja að ráðist hafi verið á Morin á gönguleiðinni og hún svo dregin í gegnum trjálendið sem er í kring, áður en hún var svo myrt í frárenslisræsi sem er nærri gönguleiðinni. Ekki er vitað hvort morðinginn hafi sérstaklega ætlað sér að ráðast á Morin, eða hvort hann hafi valið svæði fyrir ódæðisverk sín en Morin verið á röngum stað á röngum tíma.

Lífssýni af morðingjanum fannst á morðstaðnum sem seinna kom í ljós að passaði við lífssýni sem fundust í íbúð í Los Angeles, þar sem maður hafði brotist inn og ráðist á unga stúlku. Myndskeið náðist af honum úr dyrabjöllusíma íbúðarinnar en ekki sást í andlit mannsins. Þó að ekki hafi DNA-sýnið leitt nafn morðingjans í ljós, var þó hægt að sjá að um er að ræða mann af rómönskum uppruna.

Svona ku morðinginn líta út.

Teikningin af þeim grunaðar var gerð með hjálp vitna í Maryland, sem og fjölskyldunnar sem á íbúðina sem maðurinn braust inn í í Los Angeles.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -