Skráðum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 129 síðan 1. desember sl.. Meðlimum í trúfélaginu Zuism fækkaði um 83 á sama tímabili samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Alls voru 231.025 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. febrúar. Alls voru 1.172 skráðir í Zuism þann 1. febrúar.
Ef litið er á tímabilið 1. desember 2018 til 1. desember 2019 hefur fækkað í Þjóðkirkjunni 1.518. Á því tímabili fækkaði skráðum um 375 í Zuism.
Í grein á vef Þjóðskrár Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög kemur fram að fjölgun skráðra hafi þá verið mest í Siðmennt en frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið um 94 meðlimi. Í Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 73 meðlimi á sama tímabili. Frá 1. desember 2019 til 1. febrúar 2020 fjölgaði um 64 í Kaþólsku kirkjunni.
Alls voru 26.229 einstaklingar þá skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. febrúar sl. eða 7,4% landsmanna.